17.2.2011 | 08:45
Kannski einn jákvæður hlutur...
Nú er þessi blessaða ríkisstjórn hvítu nornarinnar og rauðhærða apans búin að sóa dýrmætum tíma og möguleikum á endurreisn þjóðarinnar, síðan þau komust til valda, í of langan tíma. Mikilvægustu málefnin sem snúa að hagsmunum fólksins og í raun almennri skynsemi hafa beðið minnihluta fyrir þessari landráðslöggjöf. Það væri áhugavert að athuga tengingu á auknu þunglyndi og framtakaleysi íslendingu við fréttaflutning af þessu máli. En það gæti verið ljós í myrkrinu sem kæmi ekki í ljós fyrr en kosningar færu fram, kannski lærir íslenska þjóðin af þessari ringulreið sem ríkt hefur á Alþingi og ráðuneytum, að kjósa sér ekki vinstri stjórn að nýju. Kannski sér þjóðin að eina leiðin er að kveða niður ríkisstjórn Húsavíkur-Jóns...
Ríkisstjórn Húsavíkur-Jóns
Sverja skaltu landráðseið,
þann skaltu að öndvegi virða.

Stjórnartaumar sigla þína leið,
svo þjóðarandann skalt myrða.
Í úlfsklæðum velferðarstjórnar,
á landanum berja með sköttum.
Undir álögum hvíthærðrar nornar,
almenn skynsem gleymd, söknum.
Fjölmiðlum færa skalt kjaftæði,
frá spekingum afneita ráðum.
Framtíðin óljós, full volæði,
fólk hlekkjað bölvandi lánum.
Hjalti Harðarson
![]() |
Icesave-umræða í 208 stundir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tuðhornið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.